0
Meðalfjöldi laxa á stöng
0
Fjöldi stanga
0km
Lengd svæðis
0
Fjöldi veiðistaða

Selá í Álftafirði

Selá í Álftafirði er eitt best geymda leyndamálið í laxveiði á Íslandi. Áin rennur um gljúfur í stórbrotinni náttúru og fellur til sjávar við Álftafjörð. Áin hefur að geyma 21 merkan veiðistað og er þekkt fyrir stóra laxa sem auðvelt sjá í kristaltærri ánni. Selá í Álftafirði rennur um Starmýrardal og er staðsett um 60 km frá Höfn í Hornafirði eða um 500 km frá Reykjavík.

Selá hefur upp á allt að bjóða þegar kemur að fjölbreyttri veiði; djúpir hylir og langar breiður sem geta geymt lax á stóru svæði. Veiðin hefur verið einna best síðsumars en þó hefur verið gerð góð veiði snemma í júlí. Séð frá þjóðvegi 1 lætur áin lítið fyrir sér en ef keyrt er eftir gamla veginum yfir Lónsheiði er hægt að sjá hversu mögnuð áin er. Selá í Álftafirði er dragá og getur því orðið mjög vatnslítil í miklum þurrkum. Hún er að sama skapi fljót að ná sér aftur á strik þegar byrjar að rigna og gera menn þá oft mjög góða veiði.

Frá árinu 2014 hefur áin verið friðuð. Það ár hófst mikið ræktunarátak þegar nýir leigutakar hófu mikla ræktun upp í ánni með reglubundnum seiðagreftri. Seiðarannsóknir seinustu ára gefa til kynna að þéttleiki seiða hefur aukist jafnt og þétt og má því búast við að þessi mikla vinna fari að skila sér í meiri laxagengd á næstu árum. Fyrir friðun var gengið mjög nærri stofn árinnar en hún er einkar viðkvæm og hafa því bændur í samráði við fiskifræðinga aðeins leyft flugu og skal sleppa öllum veiddum laxi til þess að halda við þá góðu uppbyggingu sem byrjað var á árið 2014.

Selá í Álftafirði er dæmigerð íslensk dragá og í miklum rigningum getur hún orðið að stórfljóti. Að því sögðu má gera ráð fyrir að einhverjir veiðistaðir breytist á milli ára og þegar mikil fljót verða má búast við að seiðabúskapur árinnar geti raskast á milli ára.

Upplýsingar

Helstu flugur

Frances flugan hefur verið öflug í Selá í Álfafiði og hafa litlar þríkækjur í stærðum #12 – #14 gefið vel.  Einnig hafa litlar keilutúpur verið öflugar ef vatnshæðin hækkar og hafa flugur upp í “1 gefið vel í miklu vatni.  Aðalega hefur sú rauða gefið vel en einnig hefur svört frances verið góð ef þungt er yfir.
Hitch túpur hafa gefið vel á breiðum og þar sem straumur er jafn.  Það eru fáar veiðiaðferðir verið jafn skemmtilegar við veiðar á laxi hérna á Íslandi seinustu ár eins og hitch túpur.
Alltaf skal vera með eina Sun Ray í boxinu og hefur þessi fluga einkum gefið vel þegar verið er að leita af laxi.  Ágætt er að klára seinasta rennslið með þessari flugu yfir hylinn en oftar en ekki kemur hún laxinum á hreyfingu.
Fluga sem hefur aðalega verið öflug seinni part sumars og þá helst í stærðum #10 – #12.  Einnig getur verið gott að vera með eina keilu túpu með ef vatnshæðin hækkar til þess að ná henni aðeins niður.
Á fyrri hluta tímabilsins hefur blá Metallica í stærðum #12 og #14 verið öflug og þá einkum ef hún er stripuð yfir tökustaðina.
Önnur fluga sem er bæði öflug þegar veitt er með smáum flugum, stærðum #12 og #14 og einnig er gott að vera með eina ál túpu í stærð 1/2 “.

Helsti búnaður

Einhendur í lengt 9 fet ættu að henta við allar aðstæður og hægt er að veiða alla veiðistaði með 9 feta einhendu.
Ef vatn vex og áin verður straumhörð hefur veiðimönnum gengið betur að koma stærri flugum og þyngri línum betur út með aðeins öflugri stöng.
Stangir fyrir línur #6 – #8 ættu að henta við breyttar aðstæður.  Ef vatnsmagn er lítið verður áin viðkæm og þá mælum við með að veiðimenn séu með nettari græjur.  Ef það er mikið rok og vatnsmagn er mikið er betra að notast við aðeins stærri línur og þá hefur #8 verið góð.  Annars er þetta mat hverns veiðimanns hvað honum finnst best að nota.
Kónískir taumar eru alltaf bestir og hefur veiðimönnum gengið einna best að nota #9 taum fyrir stærð 20 pund.  Selá hefur að geyma nokkra stóra laxa og það er alltaf leiðinlegt að missa þann stóra þar sem taumur var lélegur eða of grannur.  Alltaf nota nýja tauma þegar farið er til veiða.
Yfirleitt eru sökktaumar ekki notaðir en það kemur fyrir að vatnsmagn hækkar hratt og veiðimenn þurfa að koma flugunni niður.  Hægsökkvandi er yfirleitt nóg en einnig er gott að vera með aðeins þyngri sökktauma með ferðis ef menn þurfa að koma flugunni niður á straumhörðum stöðum.

Annað

Nauðsynlegt er að vera með vöðlur meðferðis þar sem veiðimenn þurfa að vaða yfir ána á nokkrum stöðum.  Annar búnaður sem þarf í allar veiðiferðir;

  • Veiðigleraugu
  • Derhúfa
  • Vöðlujakki
  • Klippur
  • Töng
  • Myndavél
For privacy reasons Google Maps needs your permission to be loaded.
I Accept

Gisting

Veiðistaðir – neðri hluti

Veiðistaðir – efri hluti