Hvernig hagar bleikjan sér?

Bleikjan finnst víða á Íslandi og er bæði hægt að finna hana í ám og vötnum.  Hún lifir oftast með urriða í ferskvatni en einnig eru til svokallaðar sjóbleikjur sem koma upp í ferskvatnsár og hrygna.  Bleikjan er yfirleitt aðeins minni er urriðinn en getur samt oft náð alveg 5 kg þyngd og orðið jafnvel enn stærri en þó er það sjaldgjæft.  Sjóbleikju er aðalega að finna á norður og norð-vestur landi.  Hún byrjar oft að ganga upp í árnar seinnipartinn í júní en besti tíminn er yfirleitt í júlí og fram í ágúst, samt sem áður geturðu veitt bleikju allan ársins hring hérna á Íslandi.  Sjóbleikjan er mjög skemmtilegur fiskur á stöng og stórar bleikjur geta verið mjög sterkar.  Einn besti matfiskur sem þú færð er yfirleitt sjóbleikja og hendum við oft í smá sashimi við árbakkann á sumrinn.

Fleiri áhugaverð tips

2020-06-06T11:18:24+00:00

Deildu einhverju með okkur...

Go to Top