Okkar reynsla af laxveiðum í litlu vatni

Yfirleitt þegar veiðimenn heyra að vatnshæð er lág þegar þeir leggja af stað í veiði, þá dregur úr spenningnum og keypt er meira af bjór en ella. Við heyrum á hverju ári þegar við erum að gæda að “áin er of vatnslítil svo möguleiki sé á að setja í lax”. Þá er gripið í einn kaldan og vonað að það fari að rigna hressilega á næstunni. Það er vissulega rétt og satt að vissulega getur verið strembið að veiða lax í litlu vatni. Í þeim aðstæðum hækkar vatnshiti og áin verður kristaltær sem gerir enn erfiðara að nálgast veiðistaði. Við höfum haft það sem þumalputtareglu að ef þú sérð laxinn að þá er hann örugglega búinn að sjá þig líka. En að halda til veiða með þetta hugarfar eykur ekki líkurnar á því að setja í lax í erfiðum skilyrðum og menn verða alltaf að muna að það er sannarlega alltaf sigur að setja í lax. Hvort sem vatnið í ánni eða mikið eða lítið. Alltaf er samt jákvætt og gott fyrir sálina að vita af laxi og þá er um leið alltaf möguleiki að setja í eitt kvikindi, hann er jú á staðnum og þá er alltaf sjéns! Munum að engin á er of vatnslítil svo ekki sé hægt að veiða hana – jú bara svo lengi sem lax er á staðnum.

Eins og við höfum sagt þá þarf laxinn súrefni og skjól. Í raun skiptir ekki máli hversu mikið eða lítið vatn er í ánni. Það fyrsta sem menn þurfa að muna er að fara varlega, passa að skugginn af þeim falli ekki í hylinn og númer 1, 2 og 3 að vera jákvæðir. Munið að það eru engar ákveðnar alheimsreglur sem gilda um fengsæla laxveiði.

Gott er líka að muna að lax er ekki í fæðuleit um leið og hann kemur í ferskvatn og því er það enn á huldu af hverju laxinn tekur flugur veiðimanna. Laxinn leitar í dýpið og færir sig ofar í veiðistaðina og leitar skjóls og súrefnis. Léttar græjur og smáar flugur er það sem hefur virkað best hjá okkur. Því ekki að skella í flugur í stærðum #16 og #18 í svona aðstæðum? … og klára svo hylin með lítilli Sun Ray … bara til að sjá hvað gerist. Hljómar eins og vinningsformúla!

Fleiri áhugaverð tips

Bonanza…

Það var árið 2011 og Selártúrinn framundan. Við vorum annað holl og opnunarhollið hafði verið í ströggli í miklu vatni og samt með þann slímuga og fleira lúalag í farteskinu, en náðu bara nokkrum kvikindum á fyrstu vaktinni og svo dó allt í flóðunum. Þetta leit ekkert sérlaga vel út þegar Fokkerinn hoppaði

2020-06-06T11:13:50+00:00

Deildu einhverju með okkur...

Go to Top