Tips Archives - Tips.is https://www.tips.is/category/tips/ Komdu að veiða Tue, 23 Jun 2020 15:18:53 +0000 is hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.6 214980424 Sjóbirtingsveiðar að hausti https://www.tips.is/sjobirtingsveidar-ad-hausti/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=sjobirtingsveidar-ad-hausti Fri, 26 Jun 2020 08:54:22 +0000 https://www.tips.is/?p=4164 Sjóbirtingurinn er mögnuð skepna og það er sannarlega frábær skemmtun að veiða hann á stöng, enda er hann sprettharðastur allra laxfiska. Almennt hefur verið mikill uppgangur í sjóbirtingsveiði á öllu landinu um nokkurt skeið og er það vel. Jafnframt hefur hann farið að ganga fyrr upp árnar nú í seinni tíð og stærstu birtingarnir

The post Sjóbirtingsveiðar að hausti appeared first on Tips.is.

]]>

Sjóbirtingurinn er mögnuð skepna og það er sannarlega frábær skemmtun að veiða hann á stöng, enda er hann sprettharðastur allra laxfiska. Almennt hefur verið mikill uppgangur í sjóbirtingsveiði á öllu landinu um nokkurt skeið og er það vel. Jafnframt hefur hann farið að ganga fyrr upp árnar nú í seinni tíð og stærstu birtingarnir eru jafnvel mættir í árnar í lok júní. Kraftmestu göngurnar koma þó um síðsumarið þegar nætur verða dimmar og besti veiðitíminn á sjóbirtingsslóðum í Skaftafellssýslum hefur jafnan þótt vera frá ágústlokum og út september. Stundum getur líka október veiðin verið drjúg, enda gengur mikið af geldfiski í árnar á haustin.  

Haustveiðin er mikið lotterí og allra veðra von. Það getur dottið í bongóblíðu, en samt er miklu algengara að veður séu rysjótt – hvasst, kalt og blautt! En einmitt þá gerast oft ævintýrin og þá er líka mikilvægt að vera með réttu græjurnar. Enginn skyldi fara í haustveiði á sjóbirting bara með léttar græjur – fjarkar og fimmur og flotlínur eru fínar til síns brúks, en þegar gengur á með hagléljum og 13-20 m/s og vatnið litað fer sjarminn aðeins af þeim. Við slík skilyrði er gott að vera með stangir fyrir línur 8-11 – kraftmiklar einhendur og svo „switch“ stangir og tvíhendur. Þá þarf líka að veiða djúpt með sökklínum eða sökkendalínum og þyngdum flugum og kasta þvert eða jafnvel aðeins upp fyrir sig og menda vel til að fá hægara rennsli. Þeim mun hægar sem flugan fer að fiskinum þeim mun líklegra er að hann fari í hana þegar vatnshitinn er aðeins örfáar gráður. Þá er  mikilvægt að vera með sterkan taum, ekki veikari en 15 pund. Hefðbundnar flugur í sjóbirtingsveiði eru Black Ghost, Dentist, Dýrbítur, Flæðarmús, Nobbler og Spencer Bay Special svo nefndar séu nokkrar þekktar straumflugur bæði í hefðbundnum útfærslum og þyngdar eða „skull“. Svo koma tímar þegar hann vill bara „pöddur“ eða jafnvel þurrflugu – það er um að gera að hugsa útfyrir boxið og sýna honum eitthvað nýtt. 

Að lokum þá er mikilvægt að byrja alltaf að veiða svæðið næst bakkanum sem þú veiðir frá. Þegar árnar eru vatnsmiklar þá hörfar birtingurinn frá mestu straumólgunum og leitar vars nær landi og því er mikilvægt að ana ekki beint út, heldur byrja á því að veiða svæðið næst þér. Þegar það er búið er tilvalið að bretta upp vaðbrókina og kasta á djúpu kvörnina við landið hinu megin. Stundum er sá stóri einmitt þar lagsi – Hóseanna! 

Fleiri áhugaverð tips

The post Sjóbirtingsveiðar að hausti appeared first on Tips.is.

]]>
4164
Sjóbleikjuveiði https://www.tips.is/sjobleikjuveidi/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=sjobleikjuveidi Wed, 24 Jun 2020 08:50:31 +0000 https://www.tips.is/?p=4162 Að veiða sjóbleikju á stöng er frábær skemmtun og svo er nýgengin sjóbleikja auðvitað einstakt lostæti líka. Því miður hefur verið nokkur niðursveifla í veiði á sjóbleikju undanfarin ár og telja margir að þar sé um að kenna hlýnandi veðurfari vegna gróðurhúsaáhrifa. Ekki skal lagt mat á það hér, en víst er að bleikjan er

The post Sjóbleikjuveiði appeared first on Tips.is.

]]>

Að veiða sjóbleikju á stöng er frábær skemmtun og svo er nýgengin sjóbleikja auðvitað einstakt lostæti líka. Því miður hefur verið nokkur niðursveifla í veiði á sjóbleikju undanfarin ár og telja margir að þar sé um að kenna hlýnandi veðurfari vegna gróðurhúsaáhrifa. Ekki skal lagt mat á það hér, en víst er að bleikjan er sú tegund ferskvatnsfiska hér á landi sem þrífst best í köldu vatni, enda eru helstu búsvæði hennar  á norðurhelmingi landsins. Það er samt öllum ljóst sem stunda veiðar að bleikjan er á undanhaldi, en sjóbirtingur, sem þrífst betur í aðeins hlýrra vatni, í mikilli sókn. 

Sjóbleikja tekur að ganga í ár á norður- og norðvesturlandi í lok júní, en kraftmestu göngurnar koma svo í júlí og ágúst. Á austurland og þá sérstaklega í minni árnar á fjörðunum gengur hún seinna og einkum þegar húmar að hausti og nætur verða dimmar. Sunnan heiða er töluvert af sjóbleikju í Skaftafellssýslu og gengur snemma – margir hafa gert góða veiði í Grenlæk í júní þegar fyrstu „kusurnar“ stimpla sig inn. 

Sá sem þetta skrifar hefur veitt sjóbleikju í meira en 40 ár og veit ekkert skemmtilegra. Garðar heitinn Svavarsson, sá mikli veiðimaður, kom mér á bragðið í Miðfjarðará í lok áttunda áratugarins þegar hann kenndi mér að veiða á örtúpur á strippi. Þá voru Blue Charm, Hairy Mary og Teal and Black bestar fyrir bleikjuna, og reyndar líka laxinn, og þær standa enn fyrir sínu. Stundum þarf líka að fara aðeins dýpra og þá eru örkeilur málið, Black&Blue kemur sterk inn og líka Haugur, svo má ekki gleyma rauðum Frances á gullkrók. 

En svo vilja þær stundum bara alls ekki þetta nammi og þá þarf að fara í kúluhausa og andstreymisveiði. Þá er það Krókurinn, Peacock, Beykir og Peter Ross sem virka. Í ísöltum sjávarlónum eins og td Hópinu og Húnavatni er Nobblerinn gríðarlega sterkur ólífugrænn með rauðum haus, svartur og bleikur og líka Cardinelle.   Og svo auðvitað líka eitthvað allt annað – hugsaðu út fyrir boxið, lagsi – og umfram allt góða skemmtun! 

Fleiri áhugaverð tips

The post Sjóbleikjuveiði appeared first on Tips.is.

]]>
4162
Meira um gárubragðið (hitch) https://www.tips.is/meira-um-garubragdid-hitch/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=meira-um-garubragdid-hitch Mon, 22 Jun 2020 08:46:11 +0000 https://www.tips.is/?p=4160 Okkur hefur oft reynst vel þegar við erum í leiðsögn með óvana veiðimenn, að láta þá nota gáruflugu sem fyrsta kost. Fluga með gárubragði (yfirleitt er þetta samt oftast gárutúpa) er fislétt og truflar yfirborðið lítið, jafnvel þótt köstin séu ekki til fyrirmyndar. Og svo er auðvelt að stytta í og menda línuna aðeins til að losna við allra mesta spagettíið og fá þokkalega gott flot

The post Meira um gárubragðið (hitch) appeared first on Tips.is.

]]>

Okkur hefur oft reynst vel þegar við erum í leiðsögn með óvana veiðimennað láta þá nota gáruflugu sem fyrsta kost. Fluga með gárubragði (yfirleitt er þetta samt oftast gárutúpa) er fislétt og truflar yfirborðið lítið, jafnvel þótt köstin séu ekki til fyrirmyndar. Og svo er auðvelt að stytta í og menda línuna aðeins til að losna við allra mesta spagettíið og fá þokkalega gott flot sem virðist yfirleitt duga og svo bara dauðarek og halda stangartoppnum hátt– ekkert vesen með stripp og línustjórnun. Og það sem mestu skiptir: þetta er eitt allra skilvirkasta leitartækið á göngutíma laxins og styggir fiskinn lítið sem ekkert. Jafnvel þótt hann taki ekki fluguna, sem er oftast vegna þess að hún var ekki framreidd á kórréttan hátt, þá kemur hann samt á eftir henni og veiðimaður og leiðsögumaður eiga næstu leiki reynslunni ríkari. Stundum kemur hann strax í næsta kasti og neglir hitsið með látum, en svo getur líka verið að hann vilji ekkert nema Sunray á harðastrippi eða jafnvel tommu Frances sem skrapar botninn á dauðareki. 

Tips: Gárubragðið er öflug aðferð til að leita að fiski og styggir jafnframt lítið sem ekkert. Það er því klókt að byrja með gárubragðið framan af sumri og alveg fram í miðjan ágúst.     

Fleiri áhugaverð tips

The post Meira um gárubragðið (hitch) appeared first on Tips.is.

]]>
4160
Bleikjuveiði á púpur í stöðuvötnum https://www.tips.is/bleikjuveidi-a-pupur-i-stoduvotnum/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=bleikjuveidi-a-pupur-i-stoduvotnum Mon, 22 Jun 2020 08:44:05 +0000 https://www.tips.is/?p=4158 Fyrir það fyrsta þá skaltu taka því rólega – og meira að segja mjög rólega vinur minn. Bleikjunni liggur ekkert á og því mikilvægt að komast á sama tempó og hún áður en þú byrjar að kasta og oft er gott að taka nokkrar jóga pósur. Gömlu mennirnir tróðu gjarna Prince Albert í pípu og fúmuðu einsog enginn

The post Bleikjuveiði á púpur í stöðuvötnum appeared first on Tips.is.

]]>

Fyrir það fyrsta þá skaltu taka þ rólega – og meira að segja mjög rólega vinur minn. Bleikjunni liggur ekkert á og því mikilvægt að komast á sama tempó og hún áður en þú byrjar að kasta og oft er gott að taka nokkrar jóga pósur. Gömlu mennirnir tróðu gjarna Prince Albert í pípu og fúmuðu einsog enginn væri morgundagurinn áður en þeir fóru á þetta stefnumót. Ég mæli samt frekar með jóga og hugleiðslu…   

Notaðu langan flúorkarbon taum svona 9-11 fet og flotlínu, tökuvara og þyngda púpu – það er ekki síðra að nota dropper til að veiða aðeins dýpra. Gefðu svo pöddunni/pöddunum nægan tíma til að sökkva í djúpið og dragðu síðan löturhægt inn og hafðu auga á tökuvaranum, því bleikjan tekur grannt og vertu viðbúinn minnsta hökti á tökuvaranum, og lyftu þá stönginni mjúklega til að festa í fiskinum. 

Tips: vertu á sama tempói og bráðin.  

Fleiri áhugaverð tips

The post Bleikjuveiði á púpur í stöðuvötnum appeared first on Tips.is.

]]>
4158
Frá Stóru Laxá í Hreppum https://www.tips.is/stora_laxa_hreppum/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=stora_laxa_hreppum Mon, 22 Jun 2020 08:37:01 +0000 https://www.tips.is/?p=4150 Það var uppúr aldamótum að við skötuhjúin áttum 2 daga á svæði 3 í Stóru Laxá í Hreppum 13da – 15da júlí. Það hafði verið ágætis veður dagana á undan og þokkalega hlýtt og þurrt, en þegar við renndum í Hreppana gerði þokusúld í stilltu og mildu veðri sem lofaði góðu. Við vorum sein

The post Frá Stóru Laxá í Hreppum appeared first on Tips.is.

]]>

Það var uppúr aldamótum við skötuhjúin áttum 2 daga á svæði 3 í Stóru Laxá í Hreppum 13da – 15da júlí. Það hafði verið ágætis veður dagana á undan og þokkalega hlýtt og þurrt, en þegar við renndum í Hreppana gerði þokusúld í stilltu og mildu veðri sem lofaði góðu. Við vorum sein úr bænum, en hitt var þó sýnu verra að ekkert grill var á svæðinu eins og hafði þó verið lofað og svo var veiðibókin auð – barasta tabula rasa! Og því kannski ekki ástæða til mikillar bjartsýni. En allt um það þá brunuðum við á Flúðir á seinna hundraðinu, enda eitthvað í loftinu, og keyptum einnota grill til að redda málunum, enda Beef Teriyaki á matseðlinum.

Eftir allar þessar tilfæringar héldum við loks til veiða uppúr hálf 6 og ákváðum að fara beint niðrí Sveinsker og veiða okkur svo uppeftir. Það hafði bætt töluvert í súldina, en veður var ennþá stillt og milt. Strax í fyrsta kasti kom hann í hitsaðan Pate Diablo með gárubragði alveg efst í strengnum, en tók hana ekki. Og svo aftur alveg eins, þrisvar í viðbót án þess að snerta. Þá skipti ég um flugu og setti á Collie Dog ¼“ tommu áltúpu og við lönduðum þremur fallegum nýgengnum smálaxahængum í beit (allir svona 60-67cm) og tóku allir á hægu stuttu strippi og kvöldið þegar orðið frábært. En nú virtist sá silfraði hafa misst lystina í bili svo við fengum okkur hressingu og nutum kvöldsins með fuglasöng og blóm í haga og lífið var dýrðlegt þarna í róandi súldinni og gróandanum. En þá er kyrrðin skyndilega rofin þegar silfraður stórlax lyftir sér tignarlega lengst niðrá brotinu og lendir með þungum skelli og fleytir kerlingar á stilltum vatnsfletinum. Þessi var greinilega nýmættur og til að undirstrika það kafar hann tvisvar í viðbót nokkru síðar.

Nú var ekki lengur til setunnar boðið og ég ákvað að skipta um flugu, en halda mig samt á pöddunni. Veiða samt aðeins dýpra, og set undir svarta Frances örkeilu #16 og í 3ja kasti er hann á, fallegur hængur 65 cm. Og svo náðum við öðrum hæng 62 cm og 2ja ára hrygnu 81 cm og loks stórglæsilegum 72 cm sjóbirtingishæng – allt á Frances keiluna litlu. En sá stóri lét samt ennþá bíða eftir sér og klukkan alveg að verða og þokusúldin ekkert að gefa eftir og auk þess farið að rökkva og kólna. Nú voru góð ráð dýr, en ég ákvað að setja undir ½“ Haug keilutúpu, enda hefur sú fluga oft reynst mér vel þegar húmar að. Ég fór mér engu óðslega og lét fluguna veiða djúpt og þegar ég er kominn neðarlega á breiðuna þá bang tekur stórlax með látum, leggst aðeins á tökustaðnum en tekur svo strikið niður eftir, en til Guðs lukku stoppar hann á brotinu. Mér tókst með lagni að komast niður fyrir hann og halda honum í hylnum, en hann lét engu að síður hafa mikið fyrir sér allan tíman, en var loks landað í húminu og súldinni um hálfellefu leytið. Þetta var 96 cm. silfurgljáandi og sílspikuð hrygna, einn fallegasti fiskur sem ég hef fengið og toppurinn á frábærri vakt.

Daginn eftir var bongó blíða og sól en engin taka – og sáum heldur ekki fisk. Ekta Stóra Laxá mundi ég segja.

Svo síðasta morguninn var alveg sama blíðan og ekkert að gerast þangað til í Heljarþröm í sólinni um hádegið: High Noon and a time for a good gunfight! Hitsaður Arndilly Fancy í sólinni og bang 3 í beit og frúin með 2 á Toby: silfurgljáandi pattaralegir smálaxar og grálúsugir. Takk Stóra Laxá!

Tips: búðu þig undir hið óvænta jafnvel þótt horfur séu slæmar!

Fleiri áhugaverð tips

The post Frá Stóru Laxá í Hreppum appeared first on Tips.is.

]]>
4150
Bonanza… https://www.tips.is/bonanza/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=bonanza Sat, 06 Jun 2020 11:27:14 +0000 https://www.tips.is/?p=4076 Það var árið 2011 og Selártúrinn framundan. Við vorum annað holl og opnunarhollið hafði verið í ströggli í miklu vatni og samt með þann slímuga og fleira lúalag í farteskinu, en náðu bara nokkrum kvikindum á fyrstu vaktinni og svo dó allt í flóðunum. Þetta leit ekkert sérlaga vel út þegar Fokkerinn hoppaði

The post Bonanza… appeared first on Tips.is.

]]>

Það var árið 2011 og Selártúrinn framundan. Við vorum annað holl og opnunarhollið hafði verið í ströggli í miklu vatni og samt með þann slímuga og fleira lúalag í farteskinu, en náðu bara nokkrum kvikindum á fyrstu vaktinni og svo dó allt í flóðunum. Þetta leit ekkert sérlaga vel út þegar Fokkerinn hoppaði og skoppaði yfir hálendinu, en komst þó á endanum á Egilsstaði skömmu fyrir hádegi, en þá voru líka allir orðnir ansi gránir og guggnir. Gamli sorrí Gráni beið á sínum stað og við hentum draslinu inn og keyrðum af stað fullir tilhlökkunnar. En maður lifandi þá deyr Gráni eins og ekkert sé sjálfsagðara og það á versta stað og nú voru góð ráð dýr. Það er haldinn krísufundur og niðurstaðan er sú að olíudælan standi á sér og málið sé að Burnsarinn blási hana í gang og sjússi – gekk það eftir snimmhendis!

Keyrðum síðan sem leið liggur norður Hróarstungu til Héraðsflóa og þaðan vestur Hellisheiði í gegnum 3-4ja metra snjógöng, en þá þurftum við líka að setja Grána í lága drifið, enda elsku kallinn kominn af léttasta skeiði og með kransæðavesen og fulllestaður. Komumst loks að Selá um 3 leytið. Hún var þrútin af leysingarvatni sem náði langleiðina upp að brúargólfinu og kolmórauð í ofanálag. Þegar við stóðum þarna á brúnni og horfðum ofan í dökkan flauminn, féllust sumum hendur og töldu þetta vonlaust dæmi og réttast væri að fara á Vopnafjörð og kaupa meiri djús og bjóða í gillí í Hvammsgerði. Steig þá upp Vigfús nokkur Orrason og sagði mönnum til syndanna – hér væri komið stóra tækifærið: vatnið vissulega mikið, en minnkandi og fullt af vorfiski gengið í sprænuna og ekkert lát á þeim göngum: Gyrðum okkur í brók félagar og þetta verður Bonanza, sagði kappinn og hló!

Er nú ekki að orðlengja það að strax á fyrstu vakt fengu menn laxa sem allir tóku alveg við harðaland í flóðinu og flestir þungar túpur. Morguninn eftir fengum við svo fyrstu laxana á hitsið í aðeins 3ja gráðu vatnshita og svo eiginlega bara mokveiddum við það sem eftir var túrsins og allir fiskarnir neðan við foss, enda laxastiginn ófær allan tímann vegna flóða. Til að gera langa sögu stutta þá endaði hollið með 60 laxa (72-96 cm.) á þessum þremur dögum (27. – 30. júní) á 4 stangir.

Tips: Það er aldrei að vita hvenær dettur í Bonanza! 😊

Mr. Burns

Fleiri áhugaverð tips

The post Bonanza… appeared first on Tips.is.

]]>
4076
Hvernig hagar laxinn sér í litlu vatni? https://www.tips.is/hvernig-hagar-laxinn-ser-i-litlu-vatni/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=hvernig-hagar-laxinn-ser-i-litlu-vatni Sat, 16 May 2020 13:08:24 +0000 http://tips.is/?p=3475 Oft hefur maður orðið vitni að því að sjá tugi, jafnvel hundruð laxa liggja neðst í hyljum þegar vatnshæð er lág. Margir telja að við þessar aðstæður verði laxinn latur þar sem lítið súrefni er í ánni og þá verður erfitt að fá laxinn til þess að taka. Þessa stemmningu hefur maður oftar en

The post Hvernig hagar laxinn sér í litlu vatni? appeared first on Tips.is.

]]>

Oft hefur maður orðið vitni að því að sjá tugi, jafnvel hundruð laxa liggja neðst í hyljum þegar vatnshæð er lág. Margir telja að við þessar aðstæður verði laxinn latur þar sem lítið súrefni er í ánni og þá verður erfitt að fá laxinn til þess að taka. Þessa stemmningu hefur maður oftar en ekki upplifað, þ.e. kastað er á torfuna og síðan sér maður einn og einn djöful skjótast í burtu og koma sér langt frá þessum fjöðrum sem þjóta framhjá hvað eftir annað. Þá hefur maður einnig séð laxa keyra af stað í þessum aðstæðum – það gefur manni alltaf smá von um að hann ætlar að taka fluguna.

Svo eru það laxar sem koma aftur á “fæðingardeildina”, þ.e. þeir eru komnir heim á þann stað sem þeir eru “fæddir og uppaldnir”. Við metum það svo að laxinn reyni alltaf að komast heim – sama í hvaða ástandi áin er. Hlutirnir verða bara eilítið erfiðari fyrir hann þegar hann þarf að synda jafnvel hálfur upp úr í litlu vatni. En heim ætlar hann sér með öllum tiltækum ráðum – bara spurning um hvenær hann fer af stað. Þetta sjá veiðimenn oft þegar líða tekur á kvöld og snemma á morgnana. Hugsanleg ástæða þessa er sú að það hafi verið sól yfir daginn og þá kólnar áin um kvöldið og nóttina sem gefur laxinum aukinn kraft. Yfir daginn velur laxinn sér hins vegar hentugan stað til þess að takast á við ánna í litlu vatni. Hann færir sig undir steina þar sem hann kemst í skugga og þar sem hann kemst í meira súrefni. Oft eru þetta staðir þar sem meiri straumur myndast en einnig eru þetta staðir þar sem laxinn upplifir sig ekki eins berskjaldaðan fyrir hættum. Vart þarf að taka fram að þar er átt við veiðimenn með veiðistangir að vopni. Þá eru þetta líka staðir þar sem dýpi er meira og oftar en ekki sést laxinn liggja ofar í hyljum þegar vatnshæð er lægri en ella.

Ef þið lendið í þessum aðstæðum þá er nauðsynlegt að fara með gát, passa að skugginn falli ekki í hylinn og reyna að standa eins langt frá bakkanum og mögulegt er.

Og hvað í ósköpunum á maður að setja undir þegar svona ber við? Þetta eru auðvitað fullkomin skilyrði fyrir smáflugur / örflugur, gáratúpur og léttar græjur. Ef notaðar eru of þungar græjur myndast oftar en ekki mikil ólga þegar lína og fluga lenda í vatninu. Þá er hætt við því að laxinn taki ekki næstu klukkustundirnar … og þá er eins gott af hafa nóg af malti meðferðis ;) Gangi þér vel!

Fleiri áhugaverð tips

The post Hvernig hagar laxinn sér í litlu vatni? appeared first on Tips.is.

]]>
3475
Okkar reynsla af laxveiðum í litlu vatni https://www.tips.is/ad-veida-lax-i-litlu-vatni/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=ad-veida-lax-i-litlu-vatni Sat, 16 May 2020 12:57:04 +0000 http://tips.is/?p=3469 Yfirleitt þegar veiðimenn heyra að vatnshæð er lág þegar þeir leggja af stað í veiði, þá dregur úr spenningnum og keypt er meira af bjór en ella. Við heyrum á hverju ári þegar við erum að gæda að "áin er of vatnslítil svo möguleiki sé á að setja í lax". Þá er gripið

The post Okkar reynsla af laxveiðum í litlu vatni appeared first on Tips.is.

]]>

Yfirleitt þegar veiðimenn heyra að vatnshæð er lág þegar þeir leggja af stað í veiði, þá dregur úr spenningnum og keypt er meira af bjór en ella. Við heyrum á hverju ári þegar við erum að gæda að “áin er of vatnslítil svo möguleiki sé á að setja í lax”. Þá er gripið í einn kaldan og vonað að það fari að rigna hressilega á næstunni. Það er vissulega rétt og satt að vissulega getur verið strembið að veiða lax í litlu vatni. Í þeim aðstæðum hækkar vatnshiti og áin verður kristaltær sem gerir enn erfiðara að nálgast veiðistaði. Við höfum haft það sem þumalputtareglu að ef þú sérð laxinn að þá er hann örugglega búinn að sjá þig líka. En að halda til veiða með þetta hugarfar eykur ekki líkurnar á því að setja í lax í erfiðum skilyrðum og menn verða alltaf að muna að það er sannarlega alltaf sigur að setja í lax. Hvort sem vatnið í ánni eða mikið eða lítið. Alltaf er samt jákvætt og gott fyrir sálina að vita af laxi og þá er um leið alltaf möguleiki að setja í eitt kvikindi, hann er jú á staðnum og þá er alltaf sjéns! Munum að engin á er of vatnslítil svo ekki sé hægt að veiða hana – jú bara svo lengi sem lax er á staðnum.

Eins og við höfum sagt þá þarf laxinn súrefni og skjól. Í raun skiptir ekki máli hversu mikið eða lítið vatn er í ánni. Það fyrsta sem menn þurfa að muna er að fara varlega, passa að skugginn af þeim falli ekki í hylinn og númer 1, 2 og 3 að vera jákvæðir. Munið að það eru engar ákveðnar alheimsreglur sem gilda um fengsæla laxveiði.

Gott er líka að muna að lax er ekki í fæðuleit um leið og hann kemur í ferskvatn og því er það enn á huldu af hverju laxinn tekur flugur veiðimanna. Laxinn leitar í dýpið og færir sig ofar í veiðistaðina og leitar skjóls og súrefnis. Léttar græjur og smáar flugur er það sem hefur virkað best hjá okkur. Því ekki að skella í flugur í stærðum #16 og #18 í svona aðstæðum? … og klára svo hylin með lítilli Sun Ray … bara til að sjá hvað gerist. Hljómar eins og vinningsformúla!

Fleiri áhugaverð tips

Sjóbleikjuveiði

Að veiða sjóbleikju á stöng er frábær skemmtun og svo er nýgengin sjóbleikja auðvitað einstakt lostæti líka. Því miður hefur verið nokkur niðursveifla í veiði á sjóbleikju undanfarin ár og telja margir að þar sé um að kenna hlýnandi veðurfari vegna gróðurhúsaáhrifa. Ekki skal lagt mat á það hér, en víst er að bleikjan er

The post Okkar reynsla af laxveiðum í litlu vatni appeared first on Tips.is.

]]>
3469
Hvernig hagar bleikjan sér? https://www.tips.is/ad-veida-bleikju/?utm_source=rss&utm_medium=rss&utm_campaign=ad-veida-bleikju Sat, 16 May 2020 10:50:02 +0000 http://tips.is/?p=3450 Bleikjan finnst víða á Íslandi og er bæði hægt að finna hana í ám og vötnum.  Hún lifir oftast með urriða í ferskvatni en einnig eru til svokallaðar sjóbleikjur sem koma upp í ferskvatnsár og hrygna.  Bleikjan er yfirleitt aðeins minni er urriðinn en getur samt oft náð alveg 5 kg þyngd og

The post Hvernig hagar bleikjan sér? appeared first on Tips.is.

]]>

Bleikjan finnst víða á Íslandi og er bæði hægt að finna hana í ám og vötnum.  Hún lifir oftast með urriða í ferskvatni en einnig eru til svokallaðar sjóbleikjur sem koma upp í ferskvatnsár og hrygna.  Bleikjan er yfirleitt aðeins minni er urriðinn en getur samt oft náð alveg 5 kg þyngd og orðið jafnvel enn stærri en þó er það sjaldgjæft.  Sjóbleikju er aðalega að finna á norður og norð-vestur landi.  Hún byrjar oft að ganga upp í árnar seinnipartinn í júní en besti tíminn er yfirleitt í júlí og fram í ágúst, samt sem áður geturðu veitt bleikju allan ársins hring hérna á Íslandi.  Sjóbleikjan er mjög skemmtilegur fiskur á stöng og stórar bleikjur geta verið mjög sterkar.  Einn besti matfiskur sem þú færð er yfirleitt sjóbleikja og hendum við oft í smá sashimi við árbakkann á sumrinn.

Fleiri áhugaverð tips

The post Hvernig hagar bleikjan sér? appeared first on Tips.is.

]]>
3450